
Kæru vinir
Í tilefni 90 ára afmælis Dalai Lama á sunnudaginn langar mig ad bjóða ykkur á helgistund vid búddísku stúpuna í Kópavogi kl: 5. Heiðrum líf hins andlega meistara og boðskapar hans um samkennd og frið á jörðu. Stúpan er staðsett á Hádegishólum fyrir ofan Lindakirkju, hægra megin við kirkjugarðinn.
Spáin virðist vera fín en mæli med hlýjum klæðnaði.
Hlakka til að sjá ykkur.
Kær kveðja, Anna Tara