Fimm vikna námskeið hefst þriðjudaginn 28.október 2025 kl. 20:00 og lýkur 26.nóvember.
Hugleiðslunámskeið haldið í sal KSD/Hugleiðslu- og friðarmiðstöðvarinnar á Grensásvegi 8, 4.hæð t.h.
Frjáls framlög t.d. eins og einn bíómiði hver tími, eða 18000 kr. í allt. Hver kennslustund er frá kl. 20:00-22:00 (2 tímar) með pásu á milli alltaf á þriðjudögum.
Kaffi og te ásamt smá meðlæti innifalið.
Farið verður í uppruna núvitundar og hina fornu hugleiðslu Búdda sem er kennd í klaustrum í Tíbet.
Kennarar: Dagmar Vala Hjörleifsdóttir, Halldór Jónsson
Kennslubókina Demantshugur eftir Rob Nairn er hægt að fá á staðnum fyrir þá sem ekki eiga.
Skráning og upplýsingar á hugleidsla@hugleidsla.is
Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja læra dýpri hugleiðslu Samatha og Vipassana og fyrir þá sem vilja rifja upp.
