
Kæru félagar, önnur trúfélög/ lífsskoðunarfélög, aðrir Íslendingar.
Söfnum fyrir úkraínska flóttamenn!
Okkar samúð skiptir máli, en verk þurfa að fylgja huga!
Það ríkir ófriðar ástand í Evrópu. Hundruð þúsunda fjölskyldna eru á flótta frá Ukraínu.
Um 300 þúsund einstaklingar eru nú þegar komnir til Póllands eftir að hafa yfirgefið heimili sín og alla sína muni. Pólskar fjölskyldur hafa tekið á móti flóttamönnum opnum örmum, opnað heimili sín , veitt þeim skjól og flykst að landamærunum til þess að veita þeim sem þurfa mat og hlý föt.
Á landamærunum eru miklar örtraðir og hefur það tekið marga daga að komast í gegnum landamærin inn til Póllands.
Venjulegt fólk, fulltrúar skóla og ríkisstjórn Póllands hafa keyrt í bílum sínum að landamærunum með matvæli, hlý föt og aðrar nauðsynjar.
Kagyu Samye Dzong Reykjavík hefur því ákveðið að veita stuðning með söfnun í samvinnu við nema og stjórn listaháskóla í Poznań (University of fine arts í Poznań) til þess að kaupa og koma eftirfarandi nauðsynjum til til þeirra flóttamanna sem bíða í óvissu á landamærunum:
- bleyjur, þurrkur, barnamatur, orkustykki og leikföng
- plástrar, sárabindi, handspritt og sótthreinsandi handþurrkur
- þurrmatur s.s. pasta, hrísgrjón, þurrmjólk, dósamatur o.fl.
- teppi og svefnpokar.
- aðstoð við gistingu
Allur ágóði af söfnuninni fer í innkaup á þessum nauðsynjavörum og síðan beint til úkraínskra flóttamanna með aðstoð nema og kennara í skólanum.
Þeir sem vilja vera með geta lagt inn á reikning félagsins merkt Úkraína.
Kt. 441017- 0570 , bankareikningur 0322-26-003982
Kagyu Samye Dzong Reykjavík ( Félag Tíbet búddista/ Tibetan Buddhist Meditation Centre for World Peace and Health)
Í nafni mennsku, kærleika og „Interfaith“
Stjórn KSD Reykjavík.
