Kæru hugleiðslufélagar!
Okkar ástkæri kennari Rob Nairn lést heima hjá sér í Capetown í Suður Afríku snemma í morgun. Hann vissi hvað til stóð og var búinn að biðja okkur að skila góðri kveðju til ykkar nemenda sinna. Það verður haldin 24 klst. Chenrezig mantras frá og með kl. 16.00 í dag í Centrinu í Capetown. Við förum á Grensásvegin og gerum það sama fram til kl. 18:00 í dag. Síðan er Mindfulness Association með Chenrezig puju kl. 19:30 í kvöld og næstu 6 laugardagskvöld á sama tíma á Zoom. Sjá nánar á Mindfulness Association.net
Næsta miðvikudag 4.október kl.19:30 verður minningarstund í salnum okkar að Grensásvegi 8, með Chenrezig kærleiksathöfn sem Rob sjálfur leiðir með okkur á cd diski. Allir nemendur Robs fyrr og nú eru boðnir og væri gaman að sjá ykkur sem flest. Rob er sá sem stofnaði Miðstöðina með okkur nemendum sínum og Akong Rinpoche ásamt Lama Yeshe frá Tíbet. Án hans hefði þessi tegund af heimspeki og búddisma ekki verið í boði fyrir okkur hér.
Við biðjum alla sem eitthvað tengjast KSD/Hugleiðslu-og friðarmiðstöðinni að fara með Om Mani Padme Hung Chenrezig möntruna eins oft og þið getið til að hjálpa Rob í dauða Bardóunum (næstu 4-49 dagana).
Með kærleikskveðju
Vala og Halldór