Helgarnámskeið 27.-29. október 2023, að Grensásvegi 8,108 Reykjavík.
Efni: Ngöndro, kynning á Hinum 4 hugsunum ( Hinum 4 hornsteinum: Hin dýrmæta mannsfæðing, Hverfulleiki, Karma og Samsara).
Kennari: Karma Zangpo Tíbetmunnkur frá Samye Ling í Skotlandi.
Framkvæmdarstjóri á Holy Island „Meditation Centre for World Peace and Health“

Tími:
- 17:00-20:00 á föstudag
- 09:00-16:00 á laugardag
- 09:00-15:00 á sunnudag.
Kostnaður: Frjáls framlög t.d. 3-4000 á föstudag og 7-8000 á laugardag og sunnudag.
Ef gefið er fyrir allt í einu t.d. 16000 kr. Framlög eru nýtt í námskeiðskostnað, flugmiða o.fl. Kaffi og te ásamt meðlæti er í boði Hugleiðslu- og friðarmiðstöðvarinnar/Félags Tíbet Búddista.
Skráning og nánari upplýsingar: hugleidsla@hugleidsla.is
Um Ngöndro:
Ngöndro er fyrsti hluti Mahamudra kennslu í Kagyu línu tíbesks Búddisma. Þetta er Dharmakennsla einnig nefnd „Vagninn sem ber þig til uppljómunar.“
Þessi kennsla hefur farið fram á Holy Island í Skotlandi í fleiri ár og vonum við að hægt verði að halda henni áfram hér á Íslandi og jafnvel að enda með hlédragi á Holy Island.
Kennslan fer fram í salnum okkar að Grensásvegi 8, 108 Reykjavík og er á ensku. Við erum óendanlega þakklát Zongpo fyrir að koma hingað í eigin persónu með þessa dýrmætu kennslu.
Mikilvægt er að mæta á alla þætti kennslunnar yfir helgina en þeir sem ekki treysta sér eða ekki komast fá tækifæri til að koma í styttri tíma.
Skráning og nánari upplýsingar á: hugleidsla@hugleidsla.is (við erum með 30 sæti).
Með kærleikskveðju
Stjórnin
Um kennarann:

Karma Zangpo er munkur í tíbeskum búddisma og hefur verið framkvæmdarstjóri Holy Island eyjunnar síðan 2021 ásamt því að hafa umsjón með kvenna langtímahlédraginu (4 ár) á Holy Island og karla langtímahlédraginu (4 ár) á Arran. Sjá: www.holyisland.org
Hann hefur farið sjálfur í tvö langtímahlédrög alls 8 ár ásamt því að ljúka 6 ára hlédragi í Nepal hjá Drupon Rinpoche. Það er því mikill fengur að fá hann hingað til Íslands með þessa dýrmætu kennslu.